Hlutabréfaverð í Evrópu hefur hækkað lítillega en lágt gengi evrunnar haldist tiltölulega stöðugt frá því í gær.

Angela Merkel þýskalandskanslari ítrekaði í gær þá afstöðu sína að ekki ætti að ráðast í sameiginlega skuldabréfaútgáfu Evrópusambandsins. Samkvæmt Reuters hafa ýmsir talið slíkar hugmyndir ákjósanlega lausn á efnahagsvanda Evrópusambandsins. Þetta er meðal annars talið halda evrópskum mörkuðum í ládeyðu.

Smávægileg lækkun varð við lokun í gær en hækkaði aftur við upphaf viðskipta í Evrópu í dag.  Breska FTSE vísitalan hækkaði um 0,39%, DAX í Þýskalandi um 0,31% en franska CAC vísitalan um 0,42%.