Sigurvegarar í fyrsta úrslitaleik tveggja enskra liða í Meistaradeild í Evrópu, sem fram fer í Moskvu í kvöld á milli Manchester United og Chelsea, fá yfir 85 milljónir punda fyrir sigurinn.

Þetta eru niðurstöður í rannsókn sem gerð var á vegum MasterCard.

Það sem færir sigurvegurunum þessa upphæð er ígildi hækkaðs markaðsverðs á leikmönnum sigurliðsins, verðlaunafé fyrir sigurinn, aukið verðmæti styrktarsamninga, sjónvarpsréttarsamningar og aukin sala á ársmiðum.

Jafnvel það lið sem lýtur í lægra haldi hagnast samt um 30 milljónir punda á leiknum, að mati MasterCard.

Í skýrslu MasterCard study kemur einnig fram að ensku liðin tvö hafa nú þegar aflað 30 milljóna punda tekna á leið sinni í úrslitin. Endanleg upphæð sem fellur í skaut sigurvegarans í Moskvu verður því yfir 115 milljónir punda, eða um 16,5 milljarðar króna.

Þetta eru mun hærri tekjur en MasteCard reiknaði út að kæmu í hlut AC Milan eða Liverpool fyrir úrslitaleik þessara liða í fyrra. Þá áttu 67 milljónir punda að koma í hlut sigurvegarans.