Athygli hefur vakið fremur óheppilegt nafn á tölvuleik, sem Evrópski Seðlabankinn hefur látið búa til fyrir frönskumælandi börn. Leikinn er hægt að finna á vefsíðu seðlabankans, ecb.int, og er eins og léleg útgáfa af Super Mario leikjunum, sem margir þekkja úr æsku sinni. Ekki er það þó vísun í nýjan seðlabankastjóra, Mario Draghi, því leikurinn er búinn til árið 2008, löngu áður en Draghi tók við hjá bankanum.

Nafnið, Euro Run, þykir hins vegar ekki vel valið í ljósi þess að í bankamáli er enska orðið run notað yfir áhlaup. Þegar virtir miðlar eins og Economist eru farnir að velta alvarlega fyrir sér möguleika á hruni evrunnar hefði seðlabankinn kannski getað valið betra orð yfir tölvuleikinn.

Hlekkur á leikinn Euro Run.