Eyrarrósin er sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands hafa sett á stofn. Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú og mun hún afhenda viðurkenninguna og verðlaunagripinn. Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2008: Safnasafni, Svalbarðsströnd, Aldrei fór ég suður, tónlistarhátíð á Ísafirði og Karlakórinn Heimir í Skagafirði. Eitt þessara verkefna hlýtur verðlaunafé að upphæð 1,5 miljónir króna og verðlaunagrip sem Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarkona hefur gert.