„Fyrir smærri keppinauta Mjólkursamsölunnar er lykilatriði að hin nýja rannsókn fari ekki í hefðbundinn margra mánaða farveg hjá Samkeppniseftirlitinu heldur fái málið flýtimeðferð þannig að endanleg niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Það er sömuleiðis brýnt að hagsmunamál fyrir neytendur, sérstaklega í ljósi þess að meint brot MS hafa verið á fleiri sviðum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í umfjöllun á vefsíðu félagsins .

Þar kemur fram að Félag atvinnurekenda leggi mikla áherslu á að mál Mjólkurbúsins Kú gegn Mjólkursamsölunni, sem nú verður rannsakað á nýjan leik hjá Samkeppniseftirlitinu, fái flýtimeðferð.

Áfrýjunarnefndin komst að þessari niðurstöðu þar sem hún taldi að samstarfssamningur milli Mjólkursamsölunnar og Kaupfélags Skagfirðinga hefði ekki verið rannsakaður af Samkeppniseftirlitinu til hlítar. Ólafur segir orka tvímælis að öflug, markaðsráðandi fyrirtæki komist upp með að tefja málsmeðferðina með því að leyna fyrir Samkeppniseftirlitinu gögnum sem síðan séu dregin upp við málsmeðferðina fyrir áfrýjunarnefnd.