Icelandair hefur tekið ákvörðun um að fækka leiguvélum sem áttu að koma yfir sumartímann um eina vél. Þetta var á meðal þess sem fram kom á starfsmannafundi hjá Icelandair samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Þann 21. janúar síðastliðinn greindi Icelandair frá því að félagið hefði tekið þrjár flugvélar af gerðinni Boeing 737NG á leigu til þess að bregðast við áframhaldandi kyrrsettningu MAX vélanna. Búið er að innleiða eina af þessum vélum hjá félaginu en vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkja á flugmarkaði er ljóst að ein af þessum vélum mun ekki verða í flota Icelandair í sumar.