Með því að afnema tolla á föt og skó um næstu áramót færum við verslun, sem í of miklum mæli á sér stað erlendis, aftur heim," segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra á Facebook-síðu sinni.

Fjármálaráðherra hefur boðað að allir tollar, nema á matvöru, verði felldir niður fyrir 1. janúar 2017 , en slíkt gæti orðið talsverð kjarabót fyrir íslenska neytendur. Tollar á föt og skó verða felldir niður þann 1. janúar 2016.

„Næsta skref á að vera að afnema alla aðra tolla (aðra en á matvöru). Almenn vörugjöld hafa verið aflögð. Tiltekt í tollum er næst á dagskrá," segir Bjarni. „Þetta eru afar mikilvæg framfaraskref fyrir neytendur, verslun og viðskipti," bætir hann við.