Skipaður hefur verið vinnuhópur sem mun leggja fram tillögur um uppbyggingu nýrra legudeilda við Sjúkrahúsið á Akureyri. Á næstu árum ert gert ráð fyrir að sjúkrahótel, líknardeild og ný legudeildarálma verði tekin í notkun. Þetta kemur fram á vefsíðu Vikudags . „Þetta mun fyrst og fremst stórbæta aðstöðu sjúklinga. Einnig mun byggingin bæta aðstöðu fyrir aðstandendur og starfsfólk og færa sjúkrahúsið í átt til nútímans,“ segir Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði vinnuhópinn sem hefur þegar hafið störf.