Bíógestum fækkaði um 4,7% á milli ára í fyrra. Á árinu fóru 1.443.241 manns í bíó og keyptu miða fyrir rétt rúma 1,5 milljarða króna. Þrátt fyrir að bíógestir hafi ekki verið jafn margir og árið 2011  jukustu tekjur bíóhúsanna af miðasölu um 2,3% á milli ára, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS).

Samkvæmt upplýsingum samtakanna kostaði bíómiðinn að meðaltali 1.059 krónur í fyrra. Það er með því lægsta sem gerist á meðal nágrannaþjóða okkar. Til samanburðar kostar miðinn 1.054 krónur að meðaltali í Bandaríkjunum.