*

sunnudagur, 31. maí 2020
Fjölmiðlapistlar 15. júní 2019 10:02

Fáir borga

Þrátt fyrir vinsældir netmiðla hefur fólk verið afar tregt til þess að greiða fyrir þjónustuna.

Tölfræði fjölmiðla

Þrátt fyrir vinsældir netmiðla hefur fólk verið afar tregt til þess að greiða fyrir þjónustuna, enda svo sem nóg af öðrum, ókeypis miðlum.

Margir þeirra, aðallega þeir sem tengjast hefðbundnari miðlum, hafa þó reynt að taka upp ákriftir eða ámóta, en árangurinn hefur verið takmarkaður, eins og sjá má að ofan.

Þar hefur níu landa meðaltal Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Finnlands, Ítalíu, Japans, Spánar og Þýskalands varla
hreyfst í sex ár. Eina verulega stökkið var í Bandaríkjunum 2017, sem rakið var til kjörs Trumps forseta. Þó eru tvö Norðurlönd hér undantekningar, Noregur með 34% og Svíþjóð með 27%, en þau toga meðaltalið duglega upp. Ætli það nái 1% á Íslandi?