Fargjöld lággjaldaflugfélagsins Ryanair munu hækka um 10% í vetur. Er það meiri hækkun en greiningaraðilar töldu. Ryanair kynnti afkomuspá sína í dag.

Er hækkunin til viðbótar við 12% hækkun á fargjöldum félagsins síðustu 6 mánuði. Félagið gerir ráð fyrir að hagnast um 380-400 milljónir evra á árinu, eða sem svarar 60 milljörðum króna.