Fasteignafélögin Reitir og Eik hækkuðu mest allra félaga í Kauphöllinni í dag. Hlutabréfaverð í Reiti hækkaði um 3,05% í veltu sem nam um 425 milljónum króna. Verð á bréfum í Eik hækkuðu um 2,56% í 171 milljón króna viðskiptum.

Mesta veltan var í viðskiptum með hlutabréf í Arion eða um 1,3 milljarða króna en gengi félagsins lækkaði um 1,06%. Næst mesta veltan var með bréfum í Kviku upp á 900 milljónir króna og lækkuðu bréf í félaginu um 2,13%, mest allra félaga í Kauphöllinni í dag. Síldarvinnslan lækkaði næstmest, eða um tæp 2%. Auk þess lækkaði fjarskiptafélagið Sýn um 1,61% í viðskiptum dagsins.

Heildarvelta á aðalmarkaði nam 6 milljörðum króna í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,24% og stóð lokagildi hennar í 3.307,12. Vísitalan hefur nú lækkað um 2% undanfarinn mánuð eftir miklar hækkanir á undanförnu ári.