Af fasteignaveðlánunum í gagnagruni starfshóps Seðlabankans um stöðu heimilanna eru 198 milljarðar króna í erlendri mynt, þar af 78 milljarðar króna í svissneskum frönkum og 87 milljarðar króna í japönskum jenum.

Heildarfasteignaveðlánaskuldir í gagnagrunni starfshópsins, sem samanstendur af gögnum frá Nýja Kaupþingi, NBI, Íslandsbanka, Íbúðalánasjóði, sparisjóðunum og öðrum minni fjármögnunarfyrirtækjum, eru um 1.260 milljarðar króna.

Fasteignaveðlán frá lífeyrissjóðum eru ekki innifalin en þau gætu numið um 170 milljörðum króna til viðbótar þannig að heildarhúsnæðisskuldir yrðu um 1.430 milljarðar kr.

Öll lán þar sem á bak við er veð í húsnæði eru skilgreind sem fasteignaveðlán segir í skýrslu starfshópsins sem opinberuð var í gær.