Lúðvík Elíasson hjá greiningardeild Landsbankans segir að nýir lánaflokkar Íbúðalánasjóðs ættu að liðka til á fasteignamarkaði og hugsanlega koma í veg fyrir að fasteignaverð lækki eins hratt og búist var við.

Íbúðalánasjóði verða heimilaðar lánveitingar til fjármálafyrirtækja vegna fjármögnunar húsnæðislána. Annars vegar er um að ræða 30 milljarða króna lánaflokk sem mun miða að því að endurfjármagna tímabundið íbúðalán sem bankar og sparisjóðir hafa veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði og hins vegar allt að 30 milljarða króna heimild til að fjármagna og kaupa ný íbúðarlán af fjármálafyrirtækjum.

Talið er að hinir nýju lánaflokkar henti betur smærri fjármálafyrirtækum en stóru bönkunum. „Ég tel þetta vera til góðs fyrir kerfið í heild sinni og bind vonir við að þetta geti nýst Byr. Við vitum ekki enn vaxtakjör og annað en þetta er jákvætt,“ segir Ragnar Zophonías Guðjónsson sparisjóðsstjóri.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .