*

miðvikudagur, 27. maí 2020
Innlent 9. nóvember 2019 18:02

Seldu föt og skó fyrir 3,4 milljarða

S4S ehf., eigandi Ellingsen og rekstraraðili ýmissa skóbúða hagnaðist um 110 milljónir króna í fyrra.

Ritstjórn

S4S ehf., eigandi Ellingsen og rekstraraðili skó- og fataverslananna AIR, Ecco, Kaupfélagsins, Skechers, Kox, skor.is og Steinar Waage, hagnaðist um rúmlega 110 milljónir króna í fyrra og batnaði afkoman um 8 milljónir. EBITDA félagsins hækkaði umtalsvert, um tæpar 50 milljónir, og var rúmar 237 milljónir króna.

Tekjur af vörusölu námu tæpum 3,4 milljörðum króna en voru 3,2 milljarðar rekstrarárið 2017. Eignir félagsins námu 1,7 milljörðum í árslok 2018. Eigið fé nam 614 milljónum og jókst um 34 milljónir, en skuldir voru 1.087 milljónir og drógust saman um 89 milljónir. Arðgreiðslur vegna ársins 2018 námu 76 milljónum króna en voru 208 milljónir vegna ársins 2017.

Tveir stærstu hluthafarnir eru Pétur Þór Halldórsson og Bjarni Ármannsson, gegnum Sjávarsýn ehf., með 40% hlut hvor. Hermann Helgason og Georg Kristjánsson skipta þeim hlutum sem eftir standa bróðurlega á milli sín.