Óréttlæti heimsins á sér margar birtingarmyndir. Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem birtar voru í The Journal of Applied Psychology, benda til þess að því grennri sem konur eru þeim mun hærri laun fái þær. Því er hins vegar öfugt farið með karlmenn, en því þyngri sem þeir eru þeim mun hærri laun fá þeir.

Má sem dæmi nefna að kona sem er ellefu kíló- um undir meðalþyngd fær um 1,8 milljónum króna hærri árslaun en meðalkonan. Karlmaður sem er ellefu kílóum undir meðalþyngd má hins vegar búast við því að fá tæplega milljón krónum lægri árslaun en meðalmaðurinn.

Vöðvamiklir karlmenn fá reyndar hærri laun en þeir sem bara eru feitir, en þeir feitu fá þó hærri laun en grannir karlmenn.