Eins og greint hefur verið frá mun Landsbankinn sjá um og sölutryggja útboðið á TM. Ekki er óvarlegt að ætla að ef allt gengur vel geti þóknun fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, þ.e. bæði vegna sölutryggingar og umsjónar með sölunni, verið 5-6% af söluverðmætinu.

Eftir því sem næst verður komist var eigið fé TM nú um áramótin nálægt 12 milljörðum króna og víst þykir að V/E-hlutfallið í sölunni (verðmæti/eigin fé) verði yfir einum og væntanlega á bilinu 1 til 1,2 sem þýddi söluverðmæti upp á 12-14,5 milljarða. Þóknun Landsbankans geti því mögulega verið á bilinu 600-800 milljónir króna, gangi allt vel, en tekið skal fram að áhætta bankans ræðst auðvitað af því hvaða verð verður sett upp fyrir TM og hvaða upphæð bankinn mun sölutryggja. Ekkert fæst enn uppgefið um það og því ómögulegt að segja til um áhættuna. Eins mun ekki liggja endalega fyrir fyrr en eftir einhverjar vikur hvort TM verður selt í einu lagi eða hvort farin verði svipuð leið og með Haga þar sem fyrst var fenginn kjölfestufjárfestir en síðan haldið útboð og félagið skráð á markað.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta eintaki af Viðskiptablaðinu. Áskifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð.