Eignarhaldsfélagið Hofgarðar ehf keypti í dag hlutabréf í N1 fyrir rúmar 10 milljónir króna. Framkvæmdastjóri og eigandi Hofgarða er Helgi Magnússon, fyrrverandi formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins. Helgi er jafnframt stjórnarmaður í N1.

Fram kemur í tilkynningu að félagið keypti 555 þúsund hluti á 18,01 krónu á hlut eða fyrir samtals 10.045.500 krónur.

Gengi hlutabréfa N1 stendur nú í 18,55 krónum á hlut eða 3% meira en Hofgarðar keyptu bréfin á.

Eignarhaldsfélagið Hofgarðar hagnaðist um rétt tæpar 46 milljónir króna í fyrra. Eignir félagsins námu 445,5 milljónum króna um síðustu áramót. Skuldir námu tæpum 260 milljónum króna. Eigið fé félagsins nam rétt rúmum 186 milljónum króna. Við lok síðasta árs átti félagið íslensk markaðshlutabréf fyrir 162 milljónir króna en í erlendum hlutabréfasjóðum fyrir rétt rúmar 52 milljónir.