Eignarhaldsfélagið Hofgarðar ehf keypti í gær hlutabréf í N1 fyrir rúmar 26 milljónir króna í tvennum viðskiptum. Framkvæmdastjóri og eigandi Hofgarða er Helgi Magnússon, fyrrverandi formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins. Helgi er jafnframt stjórnarmaður í N1.

Fram kom í tilkynningu að félagið keypti fyrir hádegi í gær 555 þúsund hluti á 18,01 krónu á hlut eða fyrir samtals 10 milljónir krónua. Eftir hádegi keypti félagið svo 870 þúsund hluti á genginu 18.75, eða samtals um 16,3 milljónir króna

Gærdagurinn var fyrsti dagur viðskipta með bréf í N1. Í lok dags stóð gengi bréfa í 18,8 krónum á hlut eða 3%.