*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 3. apríl 2018 09:45

Fengu 528 umsóknir fyrir 20 stöður

Tæplaga 1.200 sóttu um í kringum 300 sumarstörf hjá Isavia en hlutfallið var mun hærra í umsóknir um 20 framtíðarstörf.

Ritstjórn
Ýmis konar störf eru í boði hjá Isavia, og eru störfin sem auglýst voru í 8 mismunandi deildum félagsins.
Haraldur Guðjónsson

Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir félagið hafa fengið mjög sterk viðbrögð við auglýsingum um sumarstörf segir í Morgunblaðinu. Í desember auglýsti Isavia eftir sumarafleysingarfólki í um 300 störf í átta mismunandi deildum og bárust félaginu alls 1.156 umsóknir. Félagið rekur meðal annars Keflavíkurflugvöll sem og aðra flugvelli í landinu.

„Það er gert ráð fyrir að ráða um 300 starfsmenn,“ segir Guðjón en hann segir að þessi störf séu fyrir utan auglýsingar Fríhafnarinnar sem einnig vantar fólk í sumarafleysingar, en hún er dótturfyrirtæki Isavia.

„Einnig hafa verið auglýst 20 framtíðarstörf og það bárust alls 528 umsóknir í þau. En við gerum ráð fyrir að ráða um 60 starfsmenn.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is