Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Eignarhaldsfélagið Fengur, sem er í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristjánssonar, sé ein þeirra aðila sem lögðu fram tilboð í félagið þegar frestur einkavæðingarnefndar Litháens rann út.

Í frétt blaðsins kemur fram að Lithuanian Airlines hefur yfir átta flugvélum að ráða, þar af fimm Boeing 737-500. Hjá félaginu starfa um 700 manns og farþegafjöldi félagsins er um 500 þúsund á ári. Afdrif tilboðsins liggja fyrir eftir nokkrar vikur.