Vaxandi líkur eru á að verð á olíutunnu fari upp í 100 dollara, segir greiningardeild Landsbankans en olíutunnan fer nú á um 75 dollara og hefur meira en tvöfaldast á undanförnum þremur árum.

?Útlit er fyrir að olíuverð muni hækka áfram og hefur fjöldi framtíðarsamninga með kauprétt á olíutunnu fyrir 100 dollara á þessu ári þrefaldast síðan í lok apríl," segir greiningardeildin.

Aftur er móti eru ekki sammála þeirri spá og telur Tim Evans, orkusérfræðingur Citigroup, ólíklegt að olíutunnan rjúfi 100 dollara verðmúrinn.

"Olíuverðshækkanir hafa víðtæk áhrif á efnahagslíf og miklar hækkanir auka líkur á samdrætti í mörgum af stærstu hagkerfum heimsins. Þannig hefur verðbólga í Bandaríkjunum undanfarna mánuði að miklu leyti verið drifin áfram af hækkunum á orkuverði en olían er þar stór áhrifaþáttur," segir greiningardeildin.

Greiningardeildin segir hækkanirnar hafa undanfarið verið drifnar að mestu leyti af framboðsskorti frekar en aukinni eftirspurn þó að eftirspurn nýmarkaðsríkja hafi einnig hjálpað til. ?Meðal ástæðna þessa framboðsskortar eru óvissuástand í Íran, skemmdarverk í Nígeríu og Írak, og einnig hefur Mexíkóflói ekki enn jafnað sig af fellibyljatímabili síðasta árs."