Ferðamannageirinn í Japan ætti að ná sér að fullu í ár eftir jarðskjálfta, flóðbylgju og slysið í Fukushima kjarnorkuverinu í mars í fyrra.

Í skýrslu frá Alþjóða ferða­ og ferðamannaráðinu (WTTC) segir að heimsóknir erlendra ferðamanna hafi dregist saman um ein 62% eftir hamfarirnar, en að gert sé ráð fyrir því að heimsóknirnar verði búnar að ná fyrri hæðum strax á fyrri helmingi þessa árs. Er umfangsmikilli auglýsinga­ og mark­ aðsherferð m.a. þökkuð þessi sveifla.