*

þriðjudagur, 26. maí 2020
Innlent 23. desember 2019 15:27

Ferðamönnum fækki lítillega

Farþegaspá Isavia fyrir árið 2020 gerir ráð fyrir lítillegum samdrætti í fjölda komu- og brottfararfarþega.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Spá Isavia um fjölda farþega sem áætlað er að fari um Keflavíkurflugvöll árið 2020 gerir ráð fyrir að farþegar sem fari um flugvöllinn á næsta ári verðu um 6,7 milljón talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Er því gert ráð fyrir að farþegum muni fækka um 7,6% frá árinu sem nú er að ljúka en farþegafjöldi ársins stenfir á að verða rúmlega 7,2 milljónir sem er 26% samdráttur frá árinu 2018.

Stærstur hluti samdráttarins kemur þó til af skipifarþegum en gert er ráð fyrir að þeir verði rúmlega 1,5 milljón talsins og fækki um 24% frá 2019. Skiptifarþegum heldur því áfram að fækka en fjöldi þeirra dróst saman um 28% á árinu sem nú er að líða en fall WOW air í mars hafði mest áhrif á hlutfall skiptifarþega um flugvöllinn auk þess sem Iceelandair hefur dregið úr vægi þeirra.

Gert er ráð fyrir að brottfararfarþegar verði tæplega 2,58 milljónir og fækki um 1%. Brottfararfarþegum fækkaði um 12,1% á árinu 2019

Þá er gert ráð fyrir að komufarþegar verði um 2,56 milljón talsins og fækki um 1,4% milli ára. Komufarþegum fækkaði um 11,8% á árinu sem nú er að líða.