*

föstudagur, 10. júlí 2020
Innlent 21. febrúar 2020 16:02

Ferðaskrifstofa Andra Más komin í loftið

Búið er að opna heimasíðu og skrifstofur Aventura, nýrrar ferðaskrifstofu Andra Más Ingólfssonar.

Ritstjórn
Andri Már Ingólfsson, stofnar nú Aventura.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Heimasíða og skrifstofur nýrrar ferðaskrifstofu Andra Más Ingólfssonar, Aventura, hefur hafið starfsemi. Félagið er til húsa í Sundagörðum 2 í Reykjavík.

Í tilkynningu frá félaginu segir að það heimasíðan sé beintengd við öll flugfélög sem fljúga til og frá Íslandi og á með því að bjóða hagstæðustu fargjöldin á hverjum tíma. Að auki séu öll flug sem eru bókuð í tengiflugi, með tengiflugstryggingu, sem sé nýjung á Íslandi.

Aventura hafi einnig gert hundruð hótelsamninga á vinsælustum áfangastöðum Íslendinga, sem og tengt inn á stóra erlenda hótelbanka. Alls veiti það aðgang að yfir tveimur milljónum hótelherbergja.

Andri Már rak samstæðu Primera Travel Group fram til ársins 2018. Þá var flugfélagið Primera Air gjaldþrota og ferðaskrifstofurnar færðar í nýtt félag, TravelCo. Arion banki tók TravelCo yfir síðasta sumar vegna ógreiddra skulda við bankann.