*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 24. júní 2020 18:47

Fiat Chrysler fá nærri 990 milljarða

Ítalska ríkið hyggst ábyrgja 80% af 6,3 milljarða evra láni til bílaframleiðandans til að bjarga bílaiðnaðinum í landinu.

Ritstjórn
Lancio, Fiat og Alfa Romeo eru þekktir ítalskir bílaframleiðendur.

Bílaframleiðandinn Fiat Chrysler er á lokametrum þess að tryggja sér tilskyldar heimildir til að geta fengið 6,3 milljarða evra, eða sem nemur 990 milljörðum íslenskra króna, bankalán með ríkisábyrgð frá ítalska bankanum Intesa Sanpaolo.

Mun ítalska ríkið ábyrgjast um 80% af heildarlánsfjárhæð, en lánið er háð samþykki fjármálaráðuneytis Ítalíu og dómstóla. Væntir Mauro Icillo yfirmaður fyrirtækja- og fjárfestingarbankastarfsemi Intesa Sanpaolo bankans að samþykkið sé handan við hornið.

Lánið er hluti af neyðarlánveitingum stjórnvalda í Róm vegna efnahagslegra áhrifa útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á bílaiðnaðinn í landinu, en um 10 þúsund fyrirtæki starfa í geiranum.