Fiat bílaframleiðandinn hefur lokið kaupum á tæplega 42% hlut í Chrysler og þar með eignast fyrirtækið að fullu. Kaupverðið nam 4,35 milljörðum bandaríkjadala. Tilkynnt var um samninginn í gær.

Miklir erfiðleikar hafa verið í rekstri Fiat að undanförnu. Vonir standa til þess að forstjóri fyrirtækisins, Sergio Marchionne, nýtt tækni sem fyrirtækin búa yfir, fjármagn og sölunet til þess að ná fram samlegðaráhrifum í rekstri fyrirtækjanna.

Hér má lesa meira um málið.