Ítalski bílaframleiðandinn Fiat hefur aukið hlut bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler.  Þetta staðfestu forsvarsmenn Fiat í dag og á Fiat á nú 25% hlut í Chrysler.

Fiat (í. Fabbrica Italiana Automobili Torino) eignaðist 20% hlut í Chrysler í plani til að bjarga þessum gamla Detroit risa frá gjaldþroti.  Endurreisn Chrysler var með með stuðningi bandaríska stjórnvalda.

Skilyrði voru fyrir meiri eignarhluta Fiat í félaginu sem hefur nú verið mætt af hálfu Chrysler. Þau snerust aðallega um leyfi stjórnvalda til að framleiða vél frá Fiat í Chrysler bifreiðar.