Með uppskiptingu á FIH bankanum í tvo banka mun danska ríkið yfirtaka fasteignalán upp á meira en 300 milljarða íslenskra króna í þeim tilgangi að koma í veg fyrir "blóðbað" á fsteignamarkaðinum, segir í frétt á vef Børsen. Fram kom í fréttum í morgun  að FIH Erhvervsbank hefði staðfest að viðræður væru í gangi um uppskiptingu á bankanum  og að danska ríkið muni mögulega yfirtaka fasteignalánasafn bankans.

"Það er enginn vafi á því að FIH Erhvervsbank hefur hótað því að halda áfram að ganga hart fram gegn fasteignaviðskiptavinum og að það mmyndi hafa í för með sér frekara tap í greininnni. Það er pólitísk spurning hvort ríkið eigi að yfirtaka reikninginn og málinu er ekki lokið," segir Morten Jeppesen, fjármálaritstjóri á  Børsen