Alls hafa 15 manns lýst yfir framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fer fram þann 26. janúar á næsta ári. Nú sitja á þingi þrír þingmenn flokksins í kjördæminu, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Árni Johnsen. Þau gefa öll kost á sér að nýju.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst miðvikudaginn 2. janúar 2013.

Frambjóðendur í stafrófsröð:

  • Árni Johnsen, alþingismaður, Vestmannaeyjum
  • Ásmundur Friðriksson, f.v. bæjarstjóri, Garði
  • Friðrik Sigurbjörnsson, nemi og varabæjarfulltrúi, Hveragerði
  • Geir Jón Þórisson, f.v. yfirlögregluþjónn, Vestmannaeyjum
  • Halldór Gunnarsson, f.v. sóknarprestur, Hvolsvelli
  • Hulda Rós Sigurðardóttir, meistaranemi í opinberri stjórnsýslu, Höfn í Hornafirði
  • Kjartan Þ. Ólafsson, f.v. alþingismaður, Ölfusi Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ
  • Magnús Ingberg Jónsson, atvinnurekandi, Selfossi
  • Oddgeir Ágúst Ottesen, hagfræðingur, Hveragerði
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður, Reykjanesbæ
  • Reynir Þorsteinsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, Garði
  • Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, Hvolsvelli Vilhjálmur Árnason, lögreglumaður, Grindavík
  • Þorsteinn M. Kristinsson, lögreglumaður og sveitarstjórnarmaður, Kirkjubæjarklaustri