Er veik staða íslensku krónunnar réttlætanleg? Þessu veltir Ulrich Leuchtmann hjá Commerzbank fyrir sér í grein í Financial Times.

Á vef Financial Times segir að krónan hafi komist á flug á niðurleið sinni í þessari viku og náð nýrri metlægð gagnvart evru. Leuchtmann telur að þó svo að þessi niðursveifla krónunnar geti orðið til þess að hún fari enn neðar, þá gæti þessi krísa krónunnar einnig leitt til þess að ójafnvægi leiðréttist, sem væri jákvætt fyrir krónuna.

Til að staða krónunnar leiðréttist þarf viðskiptahallinn að minnka, og það getur aðeins gerst í litlum eða engum hagvexti, samkvæmt Leuchtmann.

Leuchtmann segir þó að það sé alls ekki víst að hagkerfi Íslands lendi í nægilega slæmum aðstæðum til að ná viðskiptahallanum niður fyrir þolanleg mörk.

Frétt Financial Times.