Útgáfufélagið Pearson, eigandi Financial Times Group, er í viðræðum við ónefndan aðila um sölu Financial Times blaðsins. Eins og VB.is greindi frá hófst orðrómur í byrjun vikunnar um sölu blaðsins.

BBC greinir frá því að ekki er um öruggan samning að ræða, en langt komnar viðræður eru í gangi.

Hlutabréfaverð Pearson hækkaði um 2% eftir tilkynninguna um söluferlið. Fyrirtækið er nú metið á yfir 10 milljarða punda. Talið er að Pearson gæti selt Financial Times fyrir milljarð breskra punda. Bloomberg og Thomson Reuters hafa verið nefndir sem mögulegir kaupendur.

Pearson hefur átt Financial Times í 60 ár.