Finnair trónir á toppnum sem besta flugfélag Norðurlandanna, samkvæmt könnun breska ráðgjafarfyrirtækisins Skytrax. Fyrirtækið, sem hefur um nokkurra ára skeið metið gæði flugfélaga og þá þjónustu sem þau veita flugfarþegum. Flugfélögunum er veittur tiltekinn fjöldi stjarna í samræmi við matið.

Finnair er eina flugfélag Norðurlandanna sem hefur flaggað fjórum stjörnum af fimm mögulegum tvö undangengin ár. Þessu til viðbótar var ánægja flugfarþega slík að þeir völdu Finnair sem besta flugfélagið í norðanverðri Evrópu.

Aðeins fimm flugfélög eru með fullt hús stiga, fimm stjörnur. Þau eru öll frá Asíu og í Miðausturlöndum. Þetta eru flugfélögin Asian Airlines, Cathay Pacific Airways, Hainan airlines, Qatar Airway, Singapore Airlines. Tvö félög, Kingfisher Airlines og Malaysia Airlines, eru í endurskoðun.

Icelandair er með þrjár stjörnur hjá Skytrax en Iceland Express tvær.

Aðeins eitt flugfélag er með eina stjörnu á lista Skytrax. Það er Air Koryo, sem gerir út frá Norður-Kóreu.

Boeing 757-200 vél í eigu Icelandair.
Boeing 757-200 vél í eigu Icelandair.
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)