*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 4. október 2014 09:46

FISK hagnast um 1,3 milljarða

Eigendur félagsins FISK-Seafood greiddu sér 211 milljónir króna í arð.

Ritstjórn
Aðsend mynd

FISK-Seafood hagnaðist um 1.343 milljónir á tímabilinu 1. september 2012 til 31. ágúst 2013 samkvæmt ársreikningi. Eigendur félagsins greiddu sér 211 milljónir í arð, en Kaupfélag Skagfirðinga á 98% hlut í félaginu. Félagið greiddi 303 milljónir í tekjuskatt og rúma 3 milljarða í laun og launatengd gjöld á tímabilinu.

Aflaheimildir FISK eru metnar á 4,4 milljarða en fastafjármunir eru samtals 8,7 milljarðar króna. Eigið fé er samtals 15,4 milljarðar en skuldir einungis 1,4 milljarðar. Stærstur hluti er ógreiddir skattar, eða 706 milljónir króna.

Stikkorð: Fisk Seafood