Fiskafli íslenskra skipa í september var rúm 113 þúsund tonn í september sem er 22% aukning frá sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands .

Botnfiskafli nam rúmum 35.700 tonn og dróst saman um 2% milli ára. Þar af var þorskaflinn 22 þúsund tonn sem er 3% minna en í september 2015. Uppsjávarafli nam 74 þúsund tonnum og jókst því um 38% samanborið við september 2015.

Aukningu í uppsjávarafla má rekja til 61% meiri makrílafla en afli makríls nam rúmum 53 þúsund tonnum í september og síldarafla sem nam tæpum 20 þúsund tonnum.

Á 12 mánaða tímabili frá október 2015 til september 2016 dróst heildarafli saman um 266 þúsund tonn samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. Samdráttinn má helst til rekja til minni loðnuafla. Afli í september metinn á föstu verðlagi var 20,3% minni en í september 2015.