Í lok árs 2007 voru á skrá hjá Siglingastofnun 1.642 fiskiskip og hafði þeim fækkað um 50 frá fyrra ári. Togarar voru 64 og fjölgaði um 1 frá árinu á undan. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofu Íslands.

Þá kemur einnig fram að fjöldi vélskipa var alls 834 og var samanlögð stærð þeirra 91.656 brúttótonn. Vélskipum fækkaði á milli ára um 18 og dróst flotinn saman um 5.210 brúttótonn.

Opnir fiskibátar voru 744 talsins og 3.556 brúttótonn að stærð. Opnum fiskibátum fækkaði um 33 milli ára og heildarstærð þeirra dróst saman um 165 brúttótonn