Fitch setti færði í gær grísk ríkisskuldabréf í ruslflokk.  Hafa þá öll stóru matsfyrirtækin þrjú sett grísk ríkisskuldabréf í þann flokk. Standard & Poor's var fyrst til að lækka þann 27. apríl í fyrra og Moody´s gerði hið sama einum og hálfum mánuði síðar, þann 14. júní.

Eftir lækkunin hafa skuldabréfin einkunina BB+ sem er hæsta einkunin í ruslflokki.  Lækkunin endurspeglar þá erfiðleika sem skuldsett landið á við að etja þrátt fyrir að hafa fengið 110 milljarða evra neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ríkjum Evrópu.

Greiningarfyrirtækið CMA Datavision gaf út mat sitt í byrjun mánaðarins en fyrirtækið telur að Grikkland sé versti skuldarinn meðal ríkja heims. Samkvæmt matinu eru 58,8% líkur á greiðslufalli hjá gríska ríkinu á næstu fimm árum. Til samanburðar eru 19,2% líkur á greiðslufalli íslenska ríkisins á sama tíma.