Fjárfestar munu snúa sér í auknum mæli að gulli í kjölfar lækkana á hlutabréfamörkuðum í gær og yfirvofandi samdrátts í bandaríska hagkerfinu. Þrátt fyrir að verð á gulli hafi lækkað á þriðjudaginn um fjögur prósent þá hækkaði það fljótlega aftur við opnun markaða í gær um þrjú prósent.

Sérfræðingar segja að þessi þróun muni halda áfram þar sem fjárfestar vilji færa fjármagn sitt í verðmætan málm og forðast þá óvissu sem ríki á ákveðnum hlutabréfamörkuðum um þessar mundir.