Háskóli Íslands handsalaði í dag samkomulag um rekstur norræns ofurtölvuvers sem starfrækt verður hér á landi. Heildarfjárfesting í verkefninu.Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við gagnaverið Thor Data Center í Hafnarfirði, sem mun hýsa ofurtölvuverið, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Fréttatilkynningu mennta- og menningarráðuneytisins í heild:

„Aðstæður til rannsókna á Íslandi batna til muna á næstunni þegar íslenskir vísindamenn fá aðgang að norrænu ofurtölvuveri sem starfrækt verður hér á landi. Háskóli Íslands handsalaði í dag samkomulag um rekstur versins til næstu þriggja ára. Háskólinn var meðal þriggja norrænna háskóla sem buðu í rekstur ofurtölvuversins og varð hlutskarpastur. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur stutt verkefnið frá upphafi og kemur að því með fjárframlagi.

Heildarfjárfesting í verkefninu nemur rúmlega einni milljón evra eða um 200 milljónum króna. Að verkefninu standa, auk Háskóla Íslands, þrjár erlendar stofnanir: Danish Center for Scientific Computing, Swedish National Infrastructure for Computing og UNINETT Sigma í Noregi. Þær hafa yfirumsjón með uppbyggingu og rekstri ofurtölvuvera í sínu heimalandi en hafa nú kosið að setja upp sameiginlegt ofurtölvuver hér á landi. Framlag þeirra til verkefnisins er um 750 þúsund evrur, jafnvirði um 120 milljóna króna. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára og munu háskólar og rannsóknastofnanir á Norðurlöndum samnýta ofurtölvuverið. Verið hýsir reiknifreka tölvuvinnslu til vísindarannsókna fyrir háskólana.

Þátttaka Íslands í verkefninu felur ótvírætt í sér aukin tækifæri til samstarfs um vísindarannsóknir og nýsköpun og sömuleiðis markaðssetningu Íslands sem ákjósanlegs staðar fyrir orkufreka samhliða tölvuvinnslu. Í umsögn matsnefndar um umsókn Háskóla Íslands er sérstaklega bent á legu landsins, umhverfisvænan orkubúskap og verðlag orkunnar, en þessi atriði eru fordæmisgefandi fyrir verkefni af sama toga. Verkefnið er til marks um þá auknu áherslu sem vísinda- og tækniráð víða um heim leggja á ofurtölvur sem framtíðartilraunastofu vísinda og nýsköpunar annars vegar og hins vegar sem hluta af áframhaldandi hnattvæðingu rannsóknasamstarfs. Í þessu sambandi má vísa til stefnumörkunar og framkvæmdaáætlana einstakra landa, ríkjasambanda og ríkjasamstarfs, t.d. Norrænu ráðherranefndarinnar. Hvatinn að baki slíkum verkefnum er ávallt sá sami, aukin þekking og nýsköpun með meiri fjárhagslegri hagkvæmni.

Á bak við verkefnið hér á landi stendur eins og áður sagði Háskóli Íslands. Verkefnið er þó unnið í nánu samstarfi við gagnaverið Thor Data Center í Hafnarfirði, sem mun hýsa ofurtölvuverið, og með öflugum stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins.“

emur rúmlega einni milljón evra eða um 200 milljónum króna. Að verkefninu standa, auk Háskóla Íslands, þrjár erlendar stofnanir: Danish Center for Scientific Computing, Swedish National Infrastructure for Computing og UNINETT Sigma í Noregi.