Mikill meirihluti þeirra forstjóra fyrirtækja sem hafa umsvif í Rússlandi búast við að auka við þau fremur en að draga þau saman á næstu misserum þrátt fyrir auknu spennu í samskiptum stjórnvalda í Moskvu við Vesturlönd. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var af The Economist Unit fyrir Clifford Change, sem stærsta lögfræðistofa heims og tóku 455 stjórnendur þátt í henni.. Fram kemur í könnuninni að stjórnendur þeirra alþjóðafyrirtækja sem hafa ekki enn fjárfest í Rússlandi hafi áhyggjur af stjórnmálaáhættu en hafi tilhneigingu til að vanmeta áhrif flókins skattkerfis, skorti á mannauði og óskilvirkri skrifræðiskerfi.

Könnunin var gerð áður en koma til snarpra skeytasendinga milli stjórnvalda í Moskvu og London fyrr í þessum mánuðum. Eru niðurstöður hennar birtar í kjölfar umkvartana ýmissa þungavigtarmanna í bresku atvinnulífi yfir stefnu ríkisstjórnar Tony Blair gagnvart stjórnvöldum í Moskvu en hún hefur gengið svo langt að vara við þeirri stjórnmálaáhættu sem fylgir því að fjárfesta í Rússlandi.

Fram kemur að 53% stjórnanda þeirra fyrirtækja telja þá áhættu ráða miklu um að þeim finnst Rússland ekki aðlaðandi kostur á meðan 40% stjórnenda þeirra fyrirtækja sem eru nú þegar starfa í landinu segja hann.

Í könnuninni kemur fram að stjórnendur telja fjárfestingu í Rússlandi vera vænlegri til árangurs en í Brasilíu. Hinsvegar taka þeir Kína og Indland fram yfir Rússland. Að sögn Michael Cuthbert, sem starfar Mið- og Austur-Evrópuskrifstofu Clifford Change, vekur athygli að stjórnendur þeirra fyrirtækja sem nú þegar starfa í Rússlandi er bjartsýnni á framtíð landsins en þeir sem standa fyrir utan. Hann bendir á að stjórnendur fyrirtækja sem til að mynda selja neytenda- og fjármálaþjónustu starfi á býsna frjálsum og opnum markaði í Rússlandi og eigi möguleika að hagnast meira en til að mynda á mörkuðum í Evrópu.