Chrysler byggingin í New York hefur nú verið seld kaupendum frá Abu Dhabi. Kaupverðið nemur um 800 milljónum Bandaríkjadala.

Guardian freinir frá þessu.

Byggingin sem er í Art Deco stíl hefur verið eitt af auðkennum Nýju Jórvíkur frá því hún var fullreist árið 1930. Það var Crystler bílaframleiðandinn sem reisti bygginuna sem er skýjakljúfur og var um tíma hæðsta bygging heims.

Kaupandinn er sjóður sem tengist furstadæminu Abu Dhabi, en Abu Dhabi hefur efnast mikið á olíu undanfarin ár.

Kaupendur frá Miðausturlöndum hafa eitt um 1.8 milljörðum Bandaríkjadala í vel þekktar bandarískar fasteignir að undanförnu.

Skemmst er frá því að segja þegar hafnarfyrirtæki frá Dúbaí vildi kaupa sex kaupskipahafnir á Austurströnd Bandaríkjanna. Þau kaup gengu þó ekki í gegn af öryggisástæðum.