Mikill áhugi er meðal erlendra fjárfesta á að eignast hluti í íslenskum fyrirtækjum samkvæmt sérfræðingum frá norska bankanum DNB sem funduðu hér á landi með íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum fyrir skömmu.

Peter Behncke, yfirmaður fjárfestingarbankasviðs DNB, segir að fjárfestingartækifæri sé meðal annars að finna í íslenska bankakerfinu, sjávarútvegi og orkuiðnaði.

Margar leiðir séu mögulegar fyrir aðkomu erlendra aðila að eignarhaldi á bönkunum en máli skiptir fyrir fjárfesta í hvaða gjaldmiðli sú fjárfesting fari fram og því geti til að mynda skráning á erlenda hlutabréfamarkaði reynst heppilegt fyrirkomulag. Peter kom hingað til lands ásamt þeim Kristian Fiksen, framkvæmdastjóra og yfirmanni verðbréfasviðs bankans, og Håkon Reistad Fyre, greinanda hjá bankanum.

Spurðir út í hvort eitthvað hefði breyst hér á landi á síðustu misserum sem gerði fjárfestingar meira aðlaðandi nefna þeir meðal annars nýja ríkisstjórn til viðbótar við gott aðgengi að fjármagni á meðal fjárfesta.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .