Nikkei-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,37% í Japan í nótt eftir arfaslaka viku, eina þá verstu í eitt ár en vísitalan féll um 5,7% í vikunni. Bloomberg-fréttaveitan segir hækkunina í nótt skýrast af jákvæðum fréttum af japönsku efnahagslífi, s.s. að framleiðsla hafi aukist verðlækkunar og jákvæðra viðbragða frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) við efnahagsaðgerðum japanska seðlabankans. Því til viðbótar hafa þeir Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og seðlabankastjórinn Haruhiko Kuroda lofað að bretta upp ermar og snúa landinu upp úr verðhjöðnun síðastliðinna 15 ára.

AGS segir í nýrri skýrslu m.a. að þeir Abe og Kuroda séu á góðri leið að ná takmarki sínu.