Bandaríska fjárfestingarfélagið Fairholme Capital Management hefur lagt fram tilboð upp á 52 milljarða dala, jafnvirði rúmra 6.300 milljarða íslenskra króna, í íbúðasjóðina Fannie Mae og Freddie Mac. Bandaríska ríkið settu sjóðina á laggirnar á fjórða og áttunda áratug síðustu aldar til að fjölga valkostunum á íbúðalánamarkaði. Ríkið átti fyrirtækin að stórum hluta þegar fjármálakreppan skall á fyrir fimm árum og þurfti ríkissjóður þá að lána fyrirtækjunum samtals 187 milljarða dala.

Breska dagblaðið (BBC) segir bandaríska stjórnvöld vinna nú að því að breyta fyrirkomulagi Fannie Mae og Freddie Mac á þann veg að fyrirtæki utan ríkisarmsins taki í meiri mæli en áður á sig ábyrgð á lánveitingum í stað þess að skattgreiðendur verði látnir borga brúsann þegar illa árar í fjármálageiranum.

BBC segir jafnframt að fasteignaverð hafi leitað upp á við eftir að botninum var náð á bandarískum fasteignamarkaði og hafi það gert stjórnendum Fannie Mae og Freddie Mac kleift að greiða nánast allan ríkisstuðninginn til baka.