Fjárfestar hafa komið með 500 milljónir Bandaríkjadala eða 65 milljarða króna inn í Egyptaland eftir að seðlabankinn þarlendis veikti gengi gjaldmiðilsins. Bloomberg segir frá þessu.

Seðlabankastjóri Egyptalands, Tarek Amer, segir að ráðist verði í fleiri aðgerðir í því skyni að laða að aukið fjármagn til landsins á næstu misserum. Hann segist búast við um 5 milljarða Bandaríkjadala fjárfestingum á næstu fjórum árum.

Egypski seðlabankinn tók þá ákvörðun að veikja egypska pundið umtalsvert fyrr í mánuðinum. Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um þá féll gjaldmiðillinn um 13% gagnvart Bandaríkjadollar vegna gjaldeyriskaupa seðlabankans þarlendis.