Í dag var lögð fram fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2013. Rekstrarafkoma A- og B-hluta er áætluð jákvæð um 535,9 milljónir eftir fjármagnsliði og tekjuskatt.

Veltufrá frá rekstri mun nema 2.602,4 milljónum króna og handbært fé frá rekstri 2.587,4 milljónum króna. Fjárfestingarhreyfingar nema samtals 1.965,5 milljónum króna og fjármögnunarhreyfingar munu nema samtals 424,1 milljón króna.

Skatttekjur sveitarfélagsins ásamt jöfnunarsjóði eru áætlaðar vera 554 þúsund krónum á íbúa en á árinu 2012 er þær skattekjur áætlaðar 519 þúsund krónur.

Í árslok 2013 er áætlað að bókfært eigið fé nemi 14.971 milljónum króna.