Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hækkaði í dag einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika Íslandsbanka í B/C en hún var áður C. Fitch Ratings staðfestir lánshæfismat sitt fyrir Íslandsbanka, lánshæfiseinkunnir eru A fyrir skuldbindingar til langs tíma, F1 fyrir skammtímaskuldbindingar og 2 fyrir stuðningseinkunn. Horfur lánshæfismatsins eru stöðugar að mati Fitch Ratings.

Að sögn lánshæfismatsfyrirtækisins endurspeglasdt langtíma, skammtíma og fjárhagslegur styrkleiki í vaxandi tekjum afkomusviða Íslandsbanka, góðri undirliggjandi arðsemi hans, traustu eignasafni og góðri fjármögnun. Þetta vegur upp á móti áhættu vegna samþættingar sem tengist yfirtökum bankans í Noregi.

Fitch segir góða arðsemi Íslandsbanka fyrir árið 2004 og fyrstu 9 mánuði ársins 2005 skýrast að hluta vegna vegna sölu eigna og gengishagnaðar, sem fyrirtækið lítur á sem óstöðugar tekjur. Hins vegar, ef þessar tekjur eru teknar út þá er hagnaðarmyndun Íslandsbanka enn góð. Bankinn á enn mikið undir á hlutabréfamarkaði en það hefur minnkað.