Fjármálaráðherra Rússlands, Alexei Ulyuakayev, hefur verið handtekinn í tengslum við mútumál. Hann er sagður hafa fengið greiðslu upp á 2 milljónir dollara eða því sem jafngildir 225,7 milljón krónum. Frá þessu er greint í frétt BBC .

Ulyukayev er hæstsetti embættismaður Rússlands sem hefur verið handtekinn frá valdaráninu árið 1991 í Sovétríkjunum sálugu. Ráðuneyti Ulyukayev veitti olíufyrirtækinu Rosneft jákvæða umsögn sem leiddi til þess að Rosneft gat keypt helmings hlut í olíufyrirtækinu Bashneft.

Ulyukayev var handtekinn af sérstakri löggæslusveit sem sér um spillingarmál í Rússlandi (SK). Að sögn Svetlönu Petrenko var Ulyukayev „gripinn glóðvolgur,“ þegar hann hlaut 2 milljóna dollara mútur fyrir að veita umsögnina jákvæðu.