„Ef Noregur er þarna með útrétta hönd er ábyrgðarleysi að skoða það ekki," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um þær umræður sem skapast hafa um mögulegt myntsamstarf milli Íslands og Noregs.

Steingrímur vill ekki útiloka slíkt samstarf og segist munu ræða það við norska fjármálaráðherrann, Kristin Halvorsen, í heimsókn hennar hingað til lands á föstudag. Halvorsen hefur ekki útilokað slíkt samstarf né heldur formaður norska Miðflokksins, Siv Navarsete, og samgönguráðherra Noregs.

Viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, sagði á blaðamannafundi í dag að Íslendingar gætu vel haft gagn af samstarfi við Norðmenn í gjaldmiðlamálum. Norska krónan væri þó ekki framtíðarlausn hér á landi.

Þá sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í dag að evran með aðild að Evrópusambandinu væri best til þess fallin að styrkja okkar gjaldmiðil og endurreisa fjármálakerfið.