Fjármálaráðherra Bretlands, Gordon Brown, spáir nú að hagvöxtur á árinu fari fram úr spá fjármálaráðuneytisins sem gerð var þegar fjárlög voru lögð fram í mars, segir í frétt Dow Jones.

Brown segir að auknar fyrirtækjafjárfestingar og aukinn útflutningur séu ástæða aukningu hagvaxtar.

Hann segir að hagvöxtur muni fara fram úr 2,75% sem spáð var í mars og muni verða á bilinu 2,75-3,25% á næsta ári.